14.10.2008 | 16:52
Breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar sameinuðu þjóðanna
Já ég fylgdist þarna með alþingi í dag, Ég er í firsta lagi ekki alveg að átta mig á þessu með Alþingið, eru semsagt alþingismenn með frjálsa mætingu? Mér finnst leiðinlegt að horfa upp á AÐ þegar á að tala um Stjórn fiskveiða, þá situr engin í ræðusalnum. Hvernig getur þetta átt sér stað? Afhverju takast þeir ekki á við vandamálin. Það vita allir að þetta eru brot á mannrétindum fólksins í landinu. Afhverju þurfum við að kjósa flokka en ekki bara menn sem við viljum að stjórni???. Fiskveiði stjórnunarkerfið er búið að skíta upp á bak. Það er ekki verið að passa fiskistofnana. Framhjálöndun og brottkast hefur aukist gríðarlega og ég hef verið var við það, Þar sem ég hef verið að róa.! Afhverju geta ungir menn sem eru að koma úr Vélskóla, Stýrimannaskóla ekki bara stofnað sína eigin útgerð?. Og leigt úthlutun af RÍKINU en ekki einhverjum SÆGREIFUM. Þessu verður að breyta.! Og mér finnst skömm af því að það er einn flokkur, Sem er að berjast fyrir almenning að fá kerfinu breytt. En það líta allir niður á þessa menn. Eins og Grétar Mar sagði hér að Sjávarútvegs ráðherra er ekkert nema strengjabrúða hjá sægreifanum, Og líka menn hjá LÍÚ, Þetta er myndi segja að væri Mafía á islandi, Þetta er allt ólöglegt.!! Nú þegar þjóðinn er á hausnum, Hvernig væri þá að breyta fiskveiði stjórnar kerfinu. Og nýta þessar auðlindir í að koma á stöðugleika í samfélaginu. ? Afhverju hunsa allir aðillar fiskveiði umræðuna ??, Alþingismenn og ríkistjórnin ætti að skammast sín fyrir þetta, Við erum að borga þessum laun með prósentu af launum okkar. Síðan eru þessir einstaklingar heima hjá sér þegar þær umræður eiga sér stað, Sem eiga að koma á sanngirni hjá almennum ríkisborgara! Ég þekki ekki alveg fyrir mér, Hver kýs þennan sem Sjávarútvegs ráðherra, og þennan sem viðskiptaráðherra ? Afhverju er verið að kjósa strengjabrúður sem ráðherra? Íslenska ríkið er EIN STÓR MAFÍA, Og ég er ótrúlega ánægður með að það sé málfrelsi og tjáningarfrelsi á íslandi. !!!! Góðar Stundir ;)
6.10.2008 | 21:46
Já við skulum gæta hagsmuni fólksins í landinu.
Hvernig væri þá að byrja að hugsa um að fá kvótann inn í ríkið, En ekki láta einhverja "bankagræðgispeningakarla" efnast á hafinu okkar.. Það voru firstu mistökin. Væri ekki meiri stöðugleiki í ríkinu ef við hefðum ekki gefið nokkrum köllum kvótan?, Hvernig væri að ríkið tæki kvótan til sín núna.. Og myndi fá stærri prósentu af fiskinum sem við veiðum. Leigja tryllukörlum og öðrum mönnum sem myndu vilja starta útgerð. Þá væri hægt að legja kvótan til sín á minna verði og þá gætu fleiri stofnað útgerð. Og þá væri kerfið sanngjarnt. Við eigum fiskinn í sjónum en ekki einhverjir Jón Jónsson útí bæ.
Verndum hagsmuni almennings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2008 | 23:23
Er ekki komið nóg ???
Mikið hefur verið rætt um stöðu krónunar og alla þessa hrykalegu kreppu sem er nú á byrjunarstígi!. Ég myndi segja að það sé komið nóg af þessum mönnum í ríkisstjórn sem hugsa engöngu um eigin hagsmuni, Eins og staðan er á íslandi í dag er allt að hrynja eins og spilaborg. Bankar og önnur fyrirtæki eru að stefna í gjaldþrot. Það er komið nóg af því að vera alltaf að tala og gera ekki neitt. Og eitt sem ég vil ræða hér um eru þessar gjaldeyris maskínur, Sem eiga að raka inn gjaldeyri fyrir ríkið, Þessi góða orka sem landið býr undir. En first vil ég fá leiðréttingu á þessari maskínu sem er Fiskimiðin, Nú þegar krónan er í frjálsu falli er nánast allt í þroti. Þegar menn eins og Grétar Mar ásamt fleirum, Fara að tala um kvótakerfið. Er það hunsað af meirihluta ríkisstjórnar. Eins og málin standa í dag, Held ég að það sé komið nóg af mönnum sem hugsa um sína eigin hagsmuni. íslensk útgerðafyrirtæki sem eiga fiskin í sjónum, Gætu stefnt í þrot þrátt fyrir að þau standi sem allra best af öðrum fyrirtækjum í landinu. Ég held að lausnin sé að afnema kvótann, og láta ríkið fá það til baka sem þeir lánuðu um árið. Ef kvótin yrði tekin af útgerðarfyrirtækjunum og teknar í íslenska ríkið þar sem þær áttu að vera hefði þetta ekki farið svona. Ríkið væri mun betra stætt, Ef þeir ættu fiskinn í sjónum en ekki einhverjir nokkrir gráðugir aðilar, Sem borga sjómönnum lámarks verð fyrir fiskinn okkar sem við íslendingar eigum. þeir sjómenn sem vinna hjá fyrirtækjum í dag sem eiga mesta þorsk kvótann á landinu meiga ekki veiða þorsk, Hversvegna? Því að útgerðirnar græða meira á því að leigja þorsk kvótann frá sér. Þá eru menn að fá skítakaup við að hanga úti á togara að veiða karfa og ufsa sem eru nánast verðlaus kvikindi. Ef ríkið ætti kvótann eins og það ætti að vera, Gæti það leigt frá sér þorskkvótan, Gegn mun lægra verði. Þá væri bæði ríkið OG sjómenn þeir sem veiða fiskinn að hafa sem mest út úr þessu. Sægreifarnir sem eiga kvótann þurfa lítið að erfiða fyrir þessum peningum og þeir eru allra gráðugastir. Þetta gengur ekki lengur. Það verður að byrja upp á nýtt. Málið er að Auðlindir okkar íslendinga eiga að bjarga okkur í svona ástandi, Það væri mun betra fyrir bæði sjómenn og ríkið að græða á miðunum. En ekki einhverja gráðuga peningakarla.!! En hér að ofan er ég ekki að tala um beint að afnema kvótann. Heldur taka til sín þá úthlutun sem þeir lánuðu útgerðum um árið.! Það gæti styrkt krónuna.! Stöndum saman og högnumst öll af fiskinum okkar í sjónum.!
Um bloggið
Betra líf á íslandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar